SKEL fjárfestingafélag
Við leggum áherslu á þróun á nýjum tækifærum með félögum í eignasafni með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Félagið er á hlutabréfamarkaði.

Fjárfestar
Stjórn og stjórnendur SKEL fjárfestingafélag leggja ríka áherslu á góða stjórnarhætti í starfsemi félagsins. Góðir stjórnarhættir eru undirstaða trausts og ábyrgrar stjórnunar sem stuðla að vandaðri ákvarðanatöku og góðum samskiptum.
Eignasafn
Starfsemi Orkunnar er á sviði þjónustu til einstaklinga, svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, Íslenska vetnisfélagsins og Gló. Félagið mun auk þess fara með eignarhald í félögunum Brauð & Co og WEDO (Heimkaup, Hópkaup, Bland).
Starfsemi Skeljungs er einkum sala og þjónusta við fyrirtæki, dreifing, innkaup og heildsala á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku verður einnig hluti af starfseminni. Skeljungur IS er ennfremur umboðsaðili Shell á Íslandi og fer með eignarhald í Barki, EAK og Fjölveri.
Gallon sér um að taka á móti, geyma og afgreiða eldsneyti úr birgðastöðvum vítt og breytt um landið. Afgreitt er beint um borð í skip og inn á olíubíla. Gallon er með geymarými á 6 stöðum við sjávarsíðuna. Geymarými Gallons við sjávarsíðuna er 86.500 CBM. Birgðastöðin í Örifisey er þeirra lang stærst. Gallon geymir auk þess flugeldsneyti á 7 flugvöllum. Gallon á einnig 25% hlut í EBK sem er með starfsemi á Keflavíkurflugvelli.
Samhliða sölu á P/F Magn endurfjárfesti Skeljungur hluta söluandvirðisins í Sp/f Orkufelaginu og á Skeljungur nú 48% hlut í því félagi. Markmið Orkufelagsins er að verða leiðandi í öllum orkulausnum (full cycle) í Færeyjum.
Hjá félaginu er reynslumikið teymi í orkumálum og fagmenn í smásölu. Færeysk stjórnvöld hafa sett markið á 100% endurnýjanlega raforku fyrir árið 2030. Félagið mun nýta orkuskiptin og frjálsan færeyskan orkumarkað til að kanna fjárfestingar í vindi, sól, jarðhita og hitaveitu (djúpborun), jarðgasi og dreifingu og geymslu.